Verðkönnun: Svar við fyrirspurnum bjóðenda
Svar við fyrirspurnum bjóðenda vegna verðkönnunar á ræstingu á húseignum Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi
Vatnajökulsþjóðgarður þakkar áhuga aðila á verkefnum tengdum Vatnajökulsþjóðgarði. Eftirfarandi eru svör við fyrirspurnum um verðfyrirspurn vegna ræstinga á húseignum Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi sumarið 2024.
Svar 1 - Verð og verðbreytingar
Vatnajökulsþjóðgarður er tilbúinn til að endurskoða hvernig verðbreytingar eru ákveðnar og tengja þær við gildandi kjarasamninga frekar en launavísitölu, verði þess óskað, t.d. þannig að grunnvísitala launaliðar sé tímagjald í dagvinnu fyrir launaflokk 8, (3 ár) og taki þá launaliður samningsins sömu hlutfallslegu breytingum og sá taxti og á þeim dagsetningum sem nýr taxti tekur gildi skv. kjarasamningi SA og SGS..
Svar 2 - Greiðslur
Vatnajökulsþjóðgarður er reiðubúinn til að semja þannig að reikningur berist verkkaupa í byrjun þess mánaðar sem þjónustan er framkvæmd með eindaga í lok sama mánaðar.
Svar 3 - Hlutatilboð
Líkt og fram kemur í útsendum gögnum mun Vatnajökulsþjóðgarður veita forgang þeim tilboðum sem ná yfir alla þætti.
Með bestu kveðju f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs,
Guðrún Jónsdóttir, þjóðgarðsvörður Jökulsárgljúfrum,
Gísli H. Halldórsson, fjármálastjóri VJÞ
Fyrirspurnirnar sjálfar koma hér á eftir.
Spurning 1
Í lið 5.2 Verð og verðbreytingar, kemur fram „Einingaverð taka breytingum 1. janúar ár hvert, í samræmi við breytingar á launavísitölu, gefinni út af Hagstofu Íslands. Grunnvísitala er launavísitala júní 2024, tilboð verktaka mun fyrst verðbætast 1. Janúar 2025, miðað við vísitölu desember 2024. Bjóðandi óskar eftir að verkkaupi endurskoði þennan lið. Opinberir aðilar hafa á sl. árum miðað við kjarasaminga og er þá grunntaxtinn tilgreindur þannig að allir miði við sömu forsendur. Með því er girt fyrir að verktakar séu með mismunandi sýn og hækki gjald á mismunandi hátt. Opinberir aðilar hafa oft á tíðum miðað við að grunnvísitala launaliðar sé tímagjald í dagvinnu fyrir launaflokk 8, (3 ár) og taki þá launaliður samningsins sömu hlutfallslegu breytingum og sá taxti og á þeim dagsetningum sem nýr taxti tekur gildi skv. kjarasamningi SA og SGS. Með þessu er launaliðurinn verðbættur til samræmis við gildandi kjarasamninga á hverjum tíma (ekki launavísitölu). Jafnframt er tryggður fyrirsjáanleiki fyrir bæði verkkaupa og verktaka um þróun kostnaðar og tekna þar sem hægt er að reikna nákvæmlega fram í tímann hvernig samningur breytist og hvenær enda kemur slíkt fram í kjarasamningum. Þess er eindregið óskað að þessu skilyrði verði breytt og að laun taki breytingum skv. ofangreindu en ekki undirvísitölu verkafólks. Bjóðandi óskar einnig eftir að leiðréttingar á samningsfjárhæðum eigi að eiga sér stað um leið og breytingar verða á kjarasamningum en ekki einu sinni á ári. Þegar kostnaðarbreyting verður vegna kjarasamninga þá hallar mjög á verksala sem greiðir laun til starfsmanna samkvæmt kjarasamningum. Verksali óskar því eftir að þessu ákvæði verði breytt þannig að leiðrétting á samningsfjárhæðum tekur gildi frá þeim degi sem kostnaðarbreyting á sér stað.
Spurning 2
Í lið 5.3 Greiðslur, kemur fram „Verktaki skal leggja fram reikninga í byrjun hvers mánaðar og þá fyrir nýliðinn mánuð. Réttmætur hluti reiknings verður greiddur eigi síðar en 20 dögum eftir að hann var lagður fram og verið samþykktir af fulltrúa verkkaupa........ Samþykktir reikningar verða greiddir af kaupanda, eigi síðar en 20 dögum eftir lok úttektarmánaðar.“ Bjóðandi bendir á að 90% af kostnaði ræstingafyrirtækja er launakostaður starfsfólks og fær starfsfólk greidd laun í lok líðandi hvers mánaðar. Óskað er eftir að þessu verði breytt og að reikningur berist verkkaupa í byrjun þess mánaðar sem þjónustan er framkvæmd með eindaga í lok sama mánaðar.
Spurning 3
Þar sem hægt er að leggja fram hlutatilboð í eitt eða tvö tiltekin svæði og/eða tiltekinn dagafjölda. Mun verkkaupi þá einnig geta tekið tilboði frá mismunandi bjóðendum í hvern hluta eða mun bjóðandi sem bíður í alla hluta alla daga vera öruggur um að fá annað hvort allt eða ekkert