Vorboðar Vatnajökulsþjóðgarðs - Ráðningar 70 sumarstarfsmanna
Vorið nálgast og ráðningar sumarstarfsmanna eru einn af vorboðum þjóðgarðsins. Gengið hefur verði frá ráðningum á 70 starfsmönnum sem koma til starfa í þjóðgarðinum í sumar.

Þjóðgarðurinn er stór og starfsvæðin ólík, sem endurspeglast í ólíkum störfum og mismunandi lengd ráðningartímabila. 86% starfsmannanna hefur unnið áður hjá þjóðgarðinum. Fyrstu sumarstarfsmenn mæta til starfa um miðjan maí. Verkin sem bíða eru fjölbreytt, eins og fræðsla, móttaka í gestastofu, umhirða svæðis, eftirlit, vegalandvarsla og viðhald göngustíga.
Flestir starfsmannanna verða á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eða rúmur þriðjungur allra sumarstarfsmanna. Áætlað er að sumarstarfsmennirnir munu vinna alls í ríflega 200 mannmánuði frá vori og fram á haust.