Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Holuhraun

Um miðjan ágúst 2014 hófst mikil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu, einni öflugustu megineldstöð landsins. Kvikan náði svo yfirborði í gamalli gossprungu sem hafði gosið síðast árið 1797 og myndaðist þá Holuhraun. Við nýja hraunið gefst einstakst tækifæri til að komast í nána snertingu við eitt yngsta landsvæði Íslands. Hraunið er afar úfið og víðast mjög torfært en stutt stikuð gönguleið liggur í hring á hrauninu frá bílastæði.