Mannauðsstefna
Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.
Mannauðsstefnan í heild sinni
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins.
Mannauðsstefna skal tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika til að vaxa í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum tækifæri til að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Allir starfsmenn njóti sömu virðingar og enn fremur jafnréttis til launa, umbunar og starfsþjálfunar. Þjóðgarðurinn skiptist í fjögur rekstrarsvæði sem rekin eru sem aðskildar einingar og eru mörk þeirra tilgreind í reglugerð um þjóðgarðinn. Markmiðið er þó að samræma starfsemi rekstrarsvæðanna til að mynda sterka heild og er sameiginleg mannauðsstefna liður í því.
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins.
Mannauðsstefna skal tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika til að vaxa í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum tækifæri til að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Allir starfsmenn njóti sömu virðingar og enn fremur jafnréttis til launa, umbunar og starfsþjálfunar. Þjóðgarðurinn skiptist í fjögur rekstrarsvæði sem rekin eru sem aðskildar einingar og eru mörk þeirra tilgreind í reglugerð um þjóðgarðinn. Markmiðið er þó að samræma starfsemi rekstrarsvæðanna til að mynda sterka heild og er sameiginleg mannauðsstefna liður í því.