
Jónafoss
Frá bílastæðinu liggur stikuð leið að Jónafossi, fallegum fossi í Langadragi, sem rennur úr Tungnafellsjökli og í Skjálfandafljót. Gangan er frekar létt en lítillega á fótinn í lokin. Athugið að aurbleytur geta myndast á leiðinni fram eftir sumri.