Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Samningar um atvinnutengda starfsemi

Margir einstakir og fjölsóttir áfangastaðir ferðamanna eru innan marka þjóðgarðsins. Við stjórnun þessara áfangastaða leggur Vatnajökulsþjóðgarður ríka áherslu á jákvæða þjónustuupplifun gesta og að sjálfbærni sé leiðarljós í samskiptum við öll þau fyrirtæki sem skipuleggja ferðir eða bjóða annars konar þjónustu á viðkomandi svæðum.

Í þágu þessa markmiðs gerir Vatnajökulsþjóðgarður samninga við fyrirtæki sem óska eftir að veita viðskiptavinum sínum þjónustu innan þjóðgarðsins, einkum á fjölsóttum áfangastöðum. Um er að ræða samninga um atvinnutengda starfsemi, sem gerðir eru á grundvelli atvinnustefnu þjóðgarðsins og 15. gr.a í lögum þjóðgarðsins.

Í samningum um atvinnutengda starfsemi koma fram skilyrði sem tryggja eigi sjálfbærni og náttúruvernd, samhliða gæðum í upplifun. Einnig er fjallað um öryggi gesta en samkvæmt lögum um Ferðamálastofu nr. 96/2018 ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir sínar ferðir. Sjá nánar á vefsíðu Ferðamálastofu.

Á áfangastöðum sem kalla á stýringu er alla jafna farin sú leið að auglýsa eftir umsóknum frá fyrirtækjum sem hafa hug á því að bjóða þar upp á þjónustu. Í þessum auglýsingum kemur fram hvort takmarkanir eru settar varðandi umfang eða fjölda rekstraraðila sem sinna sambærilegri starfsemi innan þjóðgarðsins eða einstakra svæða hans.

Samningar um atvinnutengda starfsemi

Þann 20. nóvember 2024 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli (vestan og austan Jökulsárlóns), Falljökli/Virkisjökli og Skeiðarárjökli. Samningar fyrirtækjanna gilda frá 1. desember 2024 til 30. september 2025.

Samningar um rekstur veitingavagna við Jökulsárlón

Þann 9. febrúar 2024 var auglýst eftir umsóknum frá rekstraraðilum sem óska eftir að starfrækja veitingavagna við Jökulsárlón tímabilið 1. júní 2024 til 30. maí 2026, með möguleika á framlengingu til eins árs. Fram kom í auglýsingu að gerðir yrðu samningar við þrjá rekstraraðila og var það gert. Þeir rekstraraðilar eru Local Langoustine ehf., Jöklabiti ehf. og Fancy Sheep ehf.

Atvinnufyrirtæki geta einnig óskað eftir að fá úthlutað aðstöðu innan þjóðgarðsins og afnotum af landi. Ef um skilgreinda lóð er að ræða er gerður lóðarleigusamningur að undangenginni auglýsingu. Um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni gilda annars lög nr. 100/2021, en meginregla þeirra felur í sér að við meðferð á landi í eigu ríkisins skuli lögð áhersla á skýra, skilvirka og hagkvæma nýtingu sem og gagnsæi, hlutlægni og jafnræði við ákvarðanatöku. Ráðstöfun á landi skal taka mið af sjálfbærri þróun, varúðarsjónarmiðum og öðrum umhverfissjónarmiðum, ásamt því að dregið sé eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda.

Atvinnustefna Vatnajökulsþjóðgarðs

Frá því þjóðgarðurinn var stofnaður, árið 2007, hefur þurft að bregðast við vaxandi fjölda erinda frá aðilum sem vilja stunda atvinnustarfsemi með aðstöðu eða aðbúnað innan þjóðgarðsins. Í því ljósi voru skilyrði um samninga um atvinnutengda starfsemi sett í lög þjóðgarðsins árið 2016 og atvinnustefna staðfest 2019.

Yfirlit yfir samninga um atvinnutengda starfsemi frá árinu 2020

Tegund atvinnustarfsemiSvæðiTímabilFjöldi samninga
Íshellaferðir og jöklagöngurBreiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull1.12.2024-30.9.202530
Íshellaferðir og jöklagöngur (framlengdir samningar)Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull1.10.2024-30.11.202422
Íshellaferðir og jöklagöngurBreiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull1.10.2023-30.9.202426
Rekstur veitingavagnaJökulsárlón1.6.2024-30.5.20263
Íshellaferðir og jöklagöngurBreiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull1.10.2022-30.9.202327
Rekstur veitingavagnaJökulsárlón1.6.2022-30.5.20243
JöklagöngurBreiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull1.5.2022-30.9.202211
Íshellaferðir og jöklagöngurBreiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull1.10.2021-30.4.202225
Íshellaferðir og jöklagöngurBreiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull, Skálafellsjökull1.10-2020-30.9.202127