
Askja
Askja er sigdæld í megineldstöðinni Dyngjufjöllum og miðja eldstöðvakerfis með mörgum gosspungum, m.a. Sveinagjárgígaröðinni. Dyngjufjöll hlóðust upp við gos undir ísaldarjökli en Askja myndaðist að stórum hluta í lok ísaldar við stórfellt gjóskugos en þá seig þak kvikuþróarinnar sem er hjarta megineldstöðvarinnar. Eftir varð djúp, hringlaga lægð er síðar tók við hraunum úr eldgosum er urðu á jöðrum sigdældarinnar. Botn Öskju, sem nefnd er eftir öskjulögun sinni, er nú í um 1.100 metra hæð yfir sjávarmáli en hæstir eru barmarnir í 1.300 til rúmlega 1.500 m hæð. Sams konar fyrirbæri í öðrum megineldstöðvum nefnast öll öskjur.
Tengdar gönguleiðir


Dreki - Dyngjufjöll - Víti
Gott útsýni suður og inn í Öskju sé skyggni gott, hraunmyndanir og vikur.
