Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
Hb5

Herðubreið

Ef gengið er á Herðubreið, sem tekur um 12 tíma úr Lindum fram og til baka, er nauðsynlegt að leggja snemma af stað, sérstaklega þegar skyggja fer í ágúst. Fjallgangan tekur um þrjá tíma.

Vegalengd
Áætlaður tími
Erfiðleikastig
Hækkun
1000m
Tegund
Upphafsstaður

Lagt er upp frá enda vegarins vestan fjallsins en þangað má aka og tekur aksturinn um tvo tíma úr Lindum. Ekið er áleiðis að Dyngjufjöllum og með rótum Herðubreiðartagla þvert um skarðið milli þeirra og Herðubreiðar. Gengið er eftir slakka er nær upp í gegnum hamrabeltið efst í fjallinu. Varist að fara annars staðar á fjallið. Uppgangan er oft torveld vegna snjóa og íss framan af sumri. Einnig má alltaf búast við grjóthruni og því er heppilegt að ganga ekki mjög þétt saman. Gerið ferðaáætlun, aflið upplýsinga hjá landvörðum og látið þá vita um fyrirætlanir ykkar.

Þessi formfagri móbergsstapi er mikil uppspretta listsköpunar og prýðir mörg listaverk. Frægust eru án efa málverk feðganna Jóns A. Stefánssonar og Stórvals (Stefáns Jónssonar frá Möðrudal) sem máluðu fjölda mynda af Herðubreið í naívískum stíl og gerðu hana ódauðlega í verkum sínum. Margir sækjast eftir að klífa Herðubreið en þangað upp er aðeins ein fær leið, fyrst klifin árið 1908, og getur fjallið bæði verið varasamt og fjallgangan erfið. Herðubreið skipar stóran sess í hugum margra enda oft nefnd þjóðarfjall Íslendinga.

Kortabæklingur