Fagralón
Frá bílastæðinu við suðurenda Langasjávar er genginn vegslóði inn með Sveinstindi að norðan, meðfram Langasjó og að Fagralóni. Hægt er að ganga umhverfis Fagralón sem ber sannarlega nafn með rentu eða þá að ljúka við hringinn með því að ganga smalaslóða kringum Sveinstind. Leiðin er óstikuð.