
Blómastígur - Gestagata
Viltu skoða blómin? - Blómastígur liggur um birkiskóginn í Ásbyrgi, með viðkomu í grenilundi. Leiðin, sem er um hálfur kílómetri, liggur eftir greiðfærum stíg með upphafs- og endaskilti ásamt þrettán litlum skiltum þar sem fjallað er um blómplöntur, fléttur og sveppi sem sjást á leiðinni. Viðfangsefni stígsins er nýting plantna og þjóðtrú í tengslum við plöntur.