Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
L3

Hólmatungur - Dettifoss

Leiðin er þriðji og síðasti leggur gönguleiðarinnar eftir endilögum Jökulsárgljúfrum, frá Ásbyrgi að Dettifossi, alls um 32 km.

Frá Hólmatungum eru um 10 km suður að Dettifossi, ef farið er ofan í Hafragilsundirlendi. Sé gengið meðfram Hafragilinu er leiðin um 11,5 km. Ekki er mælt með að fólk fari með þungar byrðar ofan í Hafragilsundirlendið heldur er göngufólki ráðlagt að fara að tjaldsvæðinu við Dettifoss, létta þar byrðar síðan og ganga síðan Hafragilsundirlendið.

Vegalengd
8 km
Áætlaður tími
3 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
xx m
Tegund
Önnur leið
Upphafssstaður
Bílastæði í Hólmatungum

Ásbyrgi-Dettifoss: Tengdar gönguleiðir

L1, L2, L3

Ásbyrgi - Dettifoss

32 km ein leið
2 dagar
Krefjandi leið

Milli Ásbyrgis og Dettifoss liggur um 32 km gönguleið eftir Jökulsárgljúfrum. Fjölbreytileiki landslagsins er einstakur og andstæður í umhverfinu fanga augað við hvert fótspor: hrikaleg gljúfur, kyrrlátar tjarnir, tærar lindir, úfin jökulsá, gróskumikill skógur og grýttur melur.
Það þarf að ætla sér tvo daga í gönguna og þá er miðað við náttstað í Vesturdal. Einungis er leyft að tjalda á tjaldsvæði í Vesturdal og við Dettifoss.

L1

Ásbyrgi - Vesturdalur

12 km önnur leið
4-5 klst
Krefjandi

Gangan milli Ásbyrgis og Vesturdals býður upp á göngu um svæði sem ber mörg ummerki hamfaraflóðanna sem skópu Jökulsárgjúfur sem og fjölbreyttar jarðmyndanir Rauðhóla og Hljóðakletta. Útsýni er einstakt yfir Ásbyrgi og gljúfrin og lífríki fugla og gróðurs fjölbreytt. Leiðin er fyrsti leggur gönguleiðarinnar eftir endilögum Jökulsárgljúfrum, frá Ásbyrgi að Dettifossi, alls um 32 km.
Vert er að taka fram að á leiðinni er engin lind eða lækur til að taka vatn úr og göngufólk þarf að bera með sér allt drykkjarvatn.

L2
Jökulsárgljúfur, Hljóðaklettar, þoka,

Vesturdalur - Hólmatungur

8 km
3 klst
Krefjandi

Milli Vesturdals og Hólmatunga er gengið í nálægð Jökulsár á Fjöllum hvar víða blasa við jarðmyndanir tengdar eldgosum og hamfaraflóðum. Mörg örnefni á leiðinni bera merki um búsetu á svæðinu, sbr. Lambahellir, Kallbjarg og Myllulækur. Leiðin er um 8 km löng. Á leiðinni þarf að vaða eina á, Stallá. Stallá er lindá sem rennur út í Jökulsá. Hún er grunn og köld, en vaðið hressir aðeins þreytta fætur og gerir ferðina enn eftirminnilegri. Leiðin er annar leggur gönguleiðarinnar eftir endilögum Jökulsárgljúfrum, frá Ásbyrgi að Dettifossi, alls um 32 km.

Jökulsárgljúfur: Kortabæklingur og kort