Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
V7

Svíndalshringur

Á Svínadal var búið til ársins 1946 og á þessari gönguleið má sjá ýmis ummerki búsetu fyrri tíma. Leiðin hefst við bílastæðið við Hljóðakletta þar sem gengið er í suður fram hjá tröllunum Karli og Kerlingu. Á leiðinni er fallegt útsýni yfir Jökulsá og Hljóðakletta. Við Kallbjarg var kláfur fyrr á síðustu öld og voru fluttar með honum ýmsar nauðsynjar yfir ána. Örnefni á svæðinu bera glöggt merki um búsetu manna, Stefaníutjörn, Hádegishólar, Miðaftansfell og Einbúi svo eitthvað sé nefnt.

Vegalengd
7 km
Áætlaður tími
2-3 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi leið
Hækkun
x m
Tegund
Hringleð
Upphafsstaður
Austasta bílastæði niðri í Vesturdal

Tengdar gönguleiðir

V5

Karl og Kerling

2-3 km fram og til baka
1 klst
Auðveld

Frá bílastæðinu við Hljóðakletta liggur auðveld gönguleið í suður, að útsýnisstað yfir gömlu tröllin Karl og Kerlingu sem standa á eyrinni við Jökulsá. Sé snúið við þar er leiðin um 2 km og auðveld yfirferðar (blá leið). Hægt er að ganga alveg niður að hjúunum en sú leið er flokkuð sem krefjandi (rauð leið) og leiðin lengist í 3 km.

Kortabæklingur Jökulsárgljúfra og kort af Vesturdal/Hljóðaklettum