Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
N6

Nýidalur - Vonarskarð - Nýidalur

Leiðin fylgir Mjóhálsi inn í Vonarskarð og að háhitasvæðinu í Hverahlíð þar sem er að finna fjölbreytilegar hveramyndanir. Af Mjóhálsi (hækkun 250 m) en heildarhækkun er mun meiri eða um 700m. Á leiðinni er stórbrotið útsýni yfir Nýjadal og á Tungnafellsjökul. Athugið að gæta varkárni við háhitasvæði og að ekki er síma- né tetrasamband í Vonarskarði.

Vegalend
28 km
Áætlaður tími
7-10 klst
Erfiðleikastuðull
Krefjandi
Hækkun
250 m
Tegund
Fram og tilbaka
Upphafstaður
Við skála í Nýjadal

Háhitasvæðið í Vonarskarði

Jarðhitinn er mest áberandi í Hverahlíð undir fjallinu Eggju og þar er auðvelt að skoða hann. Norðvestan við Eggju og nokkuð hátt uppi er annað hverasvæði og það þriðja er í gili sem fellur til Nýjadals suðvestan Eggju. Efsti hluti Hverahlíðar er í dalhvilft undir Eggjuskarði og nefnist hún Hverabotn. Þar er jarðhitinn langöflugastur og mest áberandi. Niður Hverahlíð falla tveir áberandi lækir. Sá nyrðri nefnist Varmilækur en sá syðri Rauðilækur. Báðir eru þeir að mestu leyti afrennsli af háhitasvæðinu. Sunnan við Hverahlíð tekur Snapadalur við og er hann að mestu gróinn með ívolgum lækjum.