Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
M1

Bæjarstaðarskógur

Þau sem ætla í Bæjarstaðarskóg geta valið stikaða leið sem liggur að Jökulfelli og giljunum við Bæjarstað. Þaðan er tilvalið að ganga leiðina í gegnum skóginn og þvert yfir dalinn, og fylgja svo leiðinni meðfram Morsá til baka. Einnig er hægt að fara skáhallt upp Grjóthól og Vesturheiði og aftur niður við Bæjargil (sjá leið M2 og M3 á korti).

Vegalengd
15,3 km
Áætlaður tími
3 klst
Erfiðleikastig
Auðveld
Hækkun
130 m
Tegund
Hringleið að hluta
Upphafsstaður
Fyrir utan Skaftafellsstofu

Bæjarstaðarskógur er hávaxnasti birkiskógur landsins en lítill um sig. Reyniviður vex sums staðar í skóginum og undirgróður er blómlegur. Á þessum slóðum er talið að bærinn Jökulfell hafi staðið. Hér endaði einnig landnám Þorgerðar landnámskonu en hún teymdi kvígu sína frá sólarupprás til sólarlags frá Kvíá í austri að Jökulfelli í vestri.

ATRIÐI SEM HAFA ÞARF Í HUGA

Takmarkað símasamband er í mynni Morsárdals og ekkert símasamband þegar innar dregur. Því er vissara að vera ekki einn á ferð, eða skilja eftir ferðaáætlun hjá traustum aðila sem getur kallað eftir aðstoð sé hennar þörf.

Í rigningum og leysingum geta litlir lækir breyst í straumharðar ár. Fólk hefur orðið innlyksa í Bæjarstaðarskógi vegna þessa. Því þarf að hafa varann á í rigningum og leysingatíð.

Morsárdalur er oftast nær aðgengilegur allt árið. Á veturna þarf þó að fara gætilega vegna mögulegrar hálku. Einnig getur leiðin sem liggur um Grjóthól og Vesturheiði verið ófær vegna svellbunka í giljum.

Tengdar gönguleiðir

M1

Bæjarstaðarskógur - Gestagata

15,3 km
4-5 klst
Auðveld

Gönguleið sem liggur frá Skaftafellsstofu og inn í Bæjarstaðarskóg. Ef syðri gönguleiðinni er fylgt inn í Bæjarstaðarskóg er búið að koma upp fimm skiltum frá Lambhaga og inní Bæjarstaðarskóg með upplýsingum og fræðslu um þjóðlíf, dýralíf og fleira.

M2

Morsárjökull

19,5 km
6-7 klst
Krefjandi

Morsárjökull er formfagur, tvískiptur skriðjökull. Neðri hluti skriðjökulsins er fóðraður af falli íss niður þverhnípta hamra þar sem einnig myndast oft fossar sem eru með þeim hæstu á landinu. Í hlýju veðri má oft heyra drunur og bresti langar leiðir þegar fannir og ísflikki steypast fram af hamrastálinu í háum jökulfossi. Ofan á jöklinum má ennþá sjá ummerki gífurlegrar bergskriðu sem féll á jökulinn árið 2007.

M3

Kjós

30 km
8-10 klst
Krefjandi

Kjós er litskrúðugur fjallasalur með um 1000 metra háum skriðu- og hamraveggjum. Á norðurbrún Kjósarinnar rís hinn sérkennilegi tindur Þumall sem talinn er vera um tveggja milljón ára gamall gígtappi. Lagskipt litskrúð ber vott um nálægð við mikla eldstöð en landslagið er dæmigert roflandslag.

Kort og kortabæklingur