Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
S3

Skaftafellsheiði

Ganga um Skaftafellsheiðina býður upp á krefjandi en áhugaverða göngu um fjölbreytt landslag; gróskumikinn birkiskóg, mela og fjallaskriður með skriðjöklana Morsárjökul og Skaftafellsjökul sitthvoru megin heiðarinnar og flatan Skeiðarársand í suðri.

Vegalengd
16,6 km
Áætlaður tími
5-6 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
765 m
Tegund
Hringleið
Upphaf gönguleiðar
Fyrir utan Skaftafellsstofu

Frá Skaftafellsstofu er gengið meðfram tjaldsvæði og beygt upp í hæðina þar sem heitir Austurbrekkur. Þaðan liggur leiðin áfram ofan Gömlutúna og farið er yfir Eystragil á göngubrú. Áfram er haldið framhjá Hundafossi og enn ofar er komið að Magnúsarfossi. Gengið er yfir á göngubrú fyrir ofan Magnúsarfoss og þaðan fylgt göngustíg að Sjónarskeri*.

Frá Sjónarskeri er gengið áfram upp upp fyrir Skerhól og þaðan á Nyrðrihnauka og í Gimludal. Þar eru gatnamót við leiðina sem liggur á Kristínartinda. En í stað þess að beygja til vinstri er haldið áfram og gengið fyrir Kristínartinda þar til komið er að Glámu. Þaðan liggur leið að Sjónarnípu og um Austurbrekkur að Skaftafellsstofu.

Athugið að leiðin um Skaftafellsheiði er að öllu jöfnu ófær á vorin vegna aurbleytu. Þegar svo háttar til er henni lokað og getur lokunin varað fram í seinni part júní.

*Tilvalið er að ganga rakleiðis að Svartafossi áður en gengið er að Sjónarskeri, en þá lengist leiðin um 250 metra.

Kortabæklingur og kort