
Snæfellsskáli
Snæfellsskáli er við Snæfell, þar er gisting fyrir u.þ.b. 45 manns og einnig tjaldsvæði, vatnssalerni og sturtur.
Verðskrá: Skálagisting og tjaldsvæði
Opnunartímar
Hægt er að gista í Snæfellskála allt árið um kring en athuga þarf að vegurinn að skálanum er oft ekki fær fyrr en í byrjun júlí. Hægt er að komast að skálanum á farartækjum yfir veturinn þegar jörð er snævi þakin og frosin.
Yfir veturinn er ekki rennandi vatn í skálanum. Vatnssalerni og sturtur eru þá ekki í notkun en þurrsalerni opið.