Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
S9

Snæfellsskáli - Laugarfell (um Þjófadali)

Gengið er suður frá Snæfellsskála um Þjófadali og hestagötum fylgt að Hálskofa. Þaðan er reiðleiðinni fylgt áfram um Snæfellsnes og Hafursárufs, yfir Hafursá og áfram norður á bóginn uns komið er að heitu lauginni og Laugarkofa, neðan Laugarfells. Þetta er góð dagleið með góðu útsýni á slóðum þjóðsagna.

Vegalengd
30 km aðra leið
Áætlaður tími
6-7 klst.
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
170 m
Upphafsstaður
Snæfellsskáli

Tengdar gönguleiðir

S10

Snæfellsskáli - Laugarfell (um Vatnsdal)

20 km
6-7 klst.
Krefjandi

Gengið e rnorður frá Snæfellsskála stikaða leið samhliða veginum að Snæfellsskála út með hnjúknum Tíutíu (1010 m) að Hölkná og henni fylgt upp í gegnum Vatnsdal. Þaðan er gengið niður að Hafursárufs og yfir Hafursá og stikaðri leið fylgt að Laugarfellsskála og heitu lauginni. Þetta er góð dagleið.

Kortabæklingur