Gildandi samningar um atvinnustarfsemi
Margir einstakir og fjölsóttir áfangastaðir ferðamanna eru innan marka þjóðgarðsins. Við stjórnun þessara áfangastaða leggur Vatnajökulsþjóðgarður ríka áherslu á jákvæða þjónustuupplifun gesta og að sjálfbærni sé leiðarljós í samningum og samskiptum við öll þau fyrirtæki sem skipuleggja ferðir eða bjóða annars konar þjónustu á viðkomandi svæðum.
Gildandi samningar um atvinnustarfsemi
Þann 20. nóvember 2024 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli (vestan og austan Jökulsárlóns), Falljökli/Virkisjökli og Skeiðarárjökli. Samningar fyrirtækjanna gilda frá 1. desember 2024 til 30. september 2025.
Samningar um rekstur veitingavagna við Jökulsárlón
Þann 9. febrúar 2024 var auglýst eftir umsóknum frá rekstraraðilum sem óska eftir að starfrækja veitingavagna við Jökulsárlón tímabilið 1. júní 2024 til 30. maí 2026, með möguleika á framlengingu til eins árs. Fram kom í auglýsingu að gerðir yrðu samningar við þrjá rekstraraðila og var það gert. Þeir rekstraraðilar eru Local Langoustine ehf., Jöklabiti ehf. og Fancy Sheep ehf.
Yfirlit yfir samninga um atvinnustarfsemi frá árinu 2020
Tegund atvinnustarfsemi | Svæði | Tímabil | Fjöldi samninga |
---|---|---|---|
Íshellaferðir og jöklagöngur | Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull | 1.12.2024-30.9.2025 | 30 |
Íshellaferðir og jöklagöngur (framlengdir samningar) | Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull | 1.10.2024-30.11.2024 | 22 |
Íshellaferðir og jöklagöngur | Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull | 1.10.2023-30.9.2024 | 26 |
Rekstur veitingavagna | Jökulsárlón | 1.6.2024-30.5.2026 | 3 |
Íshellaferðir og jöklagöngur | Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull | 1.10.2022-30.9.2023 | 27 |
Rekstur veitingavagna | Jökulsárlón | 1.6.2022-30.5.2024 | 3 |
Jöklagöngur | Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull | 1.5.2022-30.9.2022 | 11 |
Íshellaferðir og jöklagöngur | Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull | 1.10.2021-30.4.2022 | 25 |
Íshellaferðir og jöklagöngur | Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull, Skálafellsjökull | 1.10-2020-30.9.2021 | 27 |