Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Greiðsla tjaldsvæða og svæðisgjalda

Parka Lausnir ehf er þjónustuaðili Vatnajökulsþjóðgarðs á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi og á bílstæðum í Skaftafelli og við Jökulsárlón. Hér má nálgast upplýsingar um greiðsluleiðir.

Parka app

Í Parka appinu er hægt er að greiða fyrir tjaldsvæði í Ásbyrgi sem og svæðisgjald (innheimt á bílastæðum) í Skaftafelli og á Jökulsárlóni.

Svæðisgjald í Skaftafelli

Svæðisgjald (innheimt á bílastæði) í Skaftafelli gildir til miðnættis þann sólarhring sem það er greitt. Á því tímabili má aka inn og út af svæðinu að vild. Veittur er 50% afsláttur af svæðisgjaldi ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur áður verið heimsótt innan sama sólarhringsins og fullt gjald greitt þar.

Svæðisgjald við Jökulsárlón

Svæðisgjald (innheimt á bílastæðum) við Jökulsárlón gildir til miðnættis þann sólarhring sem það er greitt. Á því tímabili má aka inn og út af svæðinu að vild. Veittur er 50% afsláttur af svæðisgjaldi ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur áður verið heimsótt innan sama sólarhringsins og fullt gjald greitt þar.

Stæðiskort hreyfihamlaðra (P-merki)

Handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða (P-merkja) geta óskað eftir að vera undanþegnir innheimtu á svæðisgjaldi. Beiðni um að skráningarnúmer bifreiðar (sem viðkomandi handhafi ferðast með) verði tekið á lista yfir undanþágur skal að jafnaði send með tölvupósti á [email protected] tímanlega áður en bifreiðinni er ekið á svæðið. Taka skal fram að P-merki sé ástæða beiðni. Beiðnir eru afgreiddar á skrifstofutíma og er svar um staðfestingu á skráningu sent viðkomandi með tölvupósti.

Tjaldsvæði, Ásbyrgi

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi

Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Æskilegt er að bóka tjaldstæði fyrir komu vegna vinsælda tjaldsvæðisins og þá eru einnig meiri líkur á að hægt sé að panta stæði með rafmagnstenglum.

Önnur tjaldsvæði og skálagisting

Í Skaftafelli er stórt og rúmgott tjaldsvæði. Á mörgum hálendisstöðum er í boði skálagisting og/eða tjaldsvæði.

Verðskrá Vatnajökulsþjóðgarðs

Verðskrá Vatnajökulsþjóðgarðs nær yfir gjald á tjaldsvæðum, gistingu í skálum, svæðisgjald í Skaftafelli og við Jökulsárlón, þjónustu á tjaldsvæðum, vinnu vegna leyfa og fleira.