Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Samgöngustefna

Vatnajökulsþjóðgarður vill vera fyrirmynd stofnana, sýna gott fordæmi í samgöngumálum, stuðla að sjálfbærni og betri árangi í daglegum rekstri.

Vatnajökulsþjóðgarður vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi og heilsu starfsfólks stofnunarinnar sem og allra landsmanna. Vatnajökulsþjóðgarður hvetur alla til að sýna fyrirmyndar hegðun í umferðinni.

Markmið

Markmið samgöngustefnu þjóðgarðsins er að stuðla að því að starfsfólk noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Einnig er leitast við að velja vistvæna valkosti við kaup á þjónustu og á flutningi. Vatnajökulsþjóðgarður stuðlar m.a. að því að starfsfólk hagræði vinnutengdum ferðum þannig að áhrif þeirra á umhverfið verði sem minnst. Einnig er hvatt til og komið á móts við starfsfólk sem vill nýta sér umhverfisvænni ferðamáta í og úr vinnu. Þjóðgarðurinn vill sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur. Þjóðgarðurinn setur sér það markmið að vera kolefnishlutlaus stofnun árið 2021.