Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Upplýsingaöryggisstefna

Vatnajökulsþjóðgarður leggur áherslu á að verja upplýsingar stofnunarinnar fyrir öllum ógnum, innri og ytri, af ásetningi, vegna óhappa eða af slysni.

Geldingahnappur (mynd: Hólmfríður Jakobsdóttir)

Tryggja þarf öryggi á viðeigandi hátt og varðveita leynd, réttleika og tiltækileika. Upplýsingaöryggisstefnan lýsir áherslu Vatnajökulsþjóðgarðs á upplýsingavernd og öryggi í allri meðferð og vinnslu upplýsinga.

Fagleg vinnubrögð eru lykillinn að árangri og til marks um það er þessi upplýsingaöryggisstefna sett. Innleiðing og framkvæmd stefnunnar er mikilvæg til að fullvissa starfsmenn, samstarfsaðila og viðskiptavini Vatnajökulsþjóðgarðs um heilindi og rétt vinnubrögð í rekstri stofnunarinnar.

Upplýsingaöryggisstefnan nær til umgengni og vistunar allra upplýsinga (gagna) í vörslu Vatnajökulsþjóðgarðs. Einnig til allra samskipta starfsmanna, hvers konar skráningar, vinnslu, samskipta, dreifingar, geymslu og eyðingar upplýsinga. Stefnan nær einnig til húsnæðis og búnaðar þar sem upplýsingar eru meðhöndlaðar eða vistaðar.