Ramsarsvæði
Árið 2013 var Snæfells- og Eyjabakkasvæðið samþykkt sem Ramsarsvæði sem alþjóðlega mikilvægt votlendissvæði.
Ramsarsamningurinn er samningur sem snýr að verndun votlenda með sérstöku tilliti til vaðfugla og vatnafugla. Hann var gerður árið 1971 í boginni Ramsar í Íran og gekk samningurinn í gildi hér á landi árið 1977. Samningurinn var gerður til að reyna að stemma stigum við mikið brottfall úr stofnum votlendisfugla og miklum ágangi á búsvæði þeirra.
Þau svæði sem þjóðir velja að setja á lista yfir votlendi sem eru mikilvæg á alþjóðlegan mælikvarða geta verið af ýmsum toga, s.s mýrar, flæðiengi, árósar, strandsvæði, kóralrif, manngerðar fiskatjarnir o.fl. En þau skulu hafa mikilvægt hlutverk fyrir lífríki svæðisins og jarðarinnar. Markmið listans er að búa til net votlendissvæða um allan heim þar sem áhersla er lögð á að vernda og viðhalda svæðunum. Þetta er gert til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í heiminum og til að stuðla að lífvænlegri framtíð mannsins á jörðinni með því að vernda vistkerfi og búsvæði þeirra. Í mörg ár var þetta aðal forsenda samningsins en nú á síðustu árum hafa bæst við hugmyndir um mikilvægi votlendis af fleiri ástæðum s.s. til útivistar og til viðhalds á vatnsbúskapi svæða.
Votlendissvæði á Íslandi hafa mátt þola miklið rask á síðustu áratugum, þá aðalega vegna framræsis. Svo harkalega var gengið á votlendissvæði á láglendi að hlutfallslega lítill hluti þeirra er nú óraskaður. Mikil þörf var því fyrir Ísland að gerast aðili að samningnum og koma af stað vitundavakningu hjá landsmönnum um ágæti votlenda. Ísland á nú sex votlendissvæði á þessum lista. Þau eru Grunnafjörður (1996), Andakíll (2013), Þjórsárver (1990), Guðlaugstungur (2013), Snæfell og Eyjabakkar (2013) og síðan Mývatni og Laxá (1977).