Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Breyting á stjórnunar- og verndaráætlun – veiðar austursvæði

Tillaga að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun vegna veiða á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt af stjórn 27. júní 2022 og hefur verið send ráðherra til staðfestingar, líkt og 12.gr. laga 60/2007 gera ráð fyrir.

Í vinnu við breytinguna hefur áhersla verið lögð á náið samtal við fagstofnanir á sviði náttúrufars (NÍ og NA) og veiðistjórnunar (UST og hreindýraráð), náttúruverndarsamtök og hagsmunaaðila s.s. Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum, SKOTVÍS og ferðaþjónustuaðila. Samhliða breytingunni er vöktunaráætlun þar sem áhersla er á náttúrufar, umferð um svæðið, fræðslu og könnun á viðhorfi gesta til veiða. Á milli VJÞ og Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum hefur verið gerð viljayfirlýsing um samstarf, sem snýr að hvatningu til aukins samtals, góðrar umgengni og fræðslu.