Samráð um samgöngur
Þegar þáverandi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, staðfesti 1. útgáfu stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2011, óskaði hún eftir því við þáverandi stjórn þjóðgarðsins að frekara samráð yrði haft um samgöngumál. Stjórninni var ljúft að verða við þessum tilmælum og lagði áherslu á að samráðið færi fram á vandaðan og skipulegan hátt, í góðri sátt þeirra hagsmunaaðila sem málið varðaði.
Fyrsta skrefið í samráðsferlinu fólst í greiningu hagsmunaaðilanna og gerð samráðsáætlunar. Stjórnin taldi mikilvægt að hvort tveggja væri kynnt fyrir helstu hagsmunaaðilum og þeim gefinn kostur á að bregðast við. Markmiðið var að tryggja að aðilar séu sammála um að samráðsferlið sé líklegt til að draga fram öll helstu rök og sjónarmið. Stjórnin gerði sér grein fyrir því að niðurstaðan kynni að gefa tilefni til breytinga á stjórnunar- og verndaráætlun, bæði hvað varðaði almenna stefnu og einstakar leiðir.
Hér eru birt gögn um fyrirkomulag þessa samráðs, þ.e. greining á hagsmunaaðilum og samráðsáætlun. Hagsmunaaðilum var boðið að senda einn fulltrúa á sérstakan kynningarfund um það fyrirkomulag samráðsins sem hér er lýst eða senda athugasemdir í tölvupósti.
Yfirlit yfir samráðsferlið og gögn
Skýrsla starfshóps - 2. desember 2011
Starfshópur um samgöngur í Vatnajökulsþjóðgarði skilaði inn niðurstöðum sínum vegna samráðs þann 2. desember 2011.
Fundargerðir starfshóps frá 31.10.2022, 14.11.2011 og 21.22.2011
Fundargerðir starfshóps frá 3.10.2011 og 10.10.2011.
Fundargerð starfshóps frá 26.9.2011
Fundargerð starfshóps frá 19.9.2011
Fundargerð starfshóps frá 8.6.2011
Fundargerð starfshóps frá 1.6.2011
Fundargerð starfshóps frá 25.5.2011
Fundargerð samráðsfundar haldinn 3.5.2011
Í fundargerðinni eru orðrétt þau svör sem vinnuhópar skráðu við spurningum sem lagðar voru upp. Leitað var til nokkurra hagsmunaaðila um tilnefningar í starfshóp sem mótaði tillögur til stjórnar þjóðgarðsins. Þeir sem leitað var til voru beðnir um að sammælast við aðra skylda hagsmunaaðila um tilnefningar, eftir því sem við átti.