Viðauki vegna Langasjávar
Svæðið spannar efri hluta vatnasviðs Skaftár, hluta Skaftáreldahrauns, Fögrufjöll, Langasjó, hluta Tungnaárfjallgarðs, Skælinga og Eldgjá.
Landsvæðið við Langasjó bættist við þjóðgarðinn með reglugerð 30. júlí 2011. Hér má nálgast efni sem tengist verndaráætlunarvinnu svæðisráðs vestursvæðis vegna þessa nýja svæðis sem bættist við þjóðgarðinn. Viðaukinn tók gildi með staðfestingu 2. útgáfu stjórnunar- og verndaráætlunar árið 2013.