Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
E4

Heinabergsdalur (Vatnsdalur)

Frá bílastæði við Heinabergslón er gengið í átt að Heinabergsdal. Fljótlega þarf að vaða Dalá, sem kemur úr dalnum, en í þurrkatíð getur verið hægt að stikla hana. Leiðin fylgir vegslóða um 7,5 km frá bílastæðinu en eftir það taka kindagötur við. Þegar komið er í botn Heinabergsdals sést niður í Vatnsdal, fyrrum jökulstíflaðan dal sem oft var uppspretta flóða í Heinabergsvötnum á árum áður.

Vegalengd
17,5 km
Tímalengd
6-7 klst.
Fyrir hverja
Krefjandi
Tegund
Hringleið
Hækkun
835 m
Upphaf gönguleiðar
Bílastæði við Heinabergslón

Tengdar gönguleiðir

E1

Heinaberg

6 km
3-4 klst.
Krefjandi

Hringleið um Heinabergssvæðið. Hægt að virða fyrir sér Bólstaðafoss, Heinabergsjökul og stuðlabergsmyndanir við Heina.

J1

Skálafell - Heinabergslón

7,5 km
3-4 klst.
Krefjandi

Ganga sem liggur frá bænum Skálafelli og að Heinabergslóni. Hægt er að hefja gönguna á öðrum hvorum staðnum.

J2
Mynd: iStock, MCranmer

Heinabergslón - Fláajökull (Hólmsá)

8,3 km
5-6 klst.
Krefjandi

Vegfarendur sem hyggjast fara þessa leið, ættu að hafa í huga að brú sem var yfir Hólmsá hrundi í miklum flóðum í september 2017. Ekki er mælt með því að vaða Hólmsá.

Kortabæklingur