Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Breytingar á reglum um notkun dróna í afþreyingarskyni

Vatnajökulsþjóðgarður hefur innleitt nýjar reglur um notkun flygilda (dróna). Helsta breytingin er sú að almennt þarf ekki sérstakt leyfi til notkunar flygilda í afþreyingarskyni og fylgja ber almennum reglum Samgöngustofu. Á nokkrum svæðum gilda þó svæðisbundnar takmarkanir.

10. júní 2024

Almennt er notkun flygilda (dróna) í afþreyingarskyni heimil í Vatnajökulsþjóðgarði en á nokkrum svæðum gilda þó svæðisbundnar takmarkanir. Fylgja skal almennum reglum Samgöngustofu en einnig gilda reglur Vatnajökulsþjóðgarðs (almennar og svæðisbundnar). Reglum Vatnajökulsþjóðgarðs varðandi notkun flygilda er ætlað að stuðla að markmiðum þjóðgarðsins um verndun dýralífs, öryggi og gæðaupplifun gesta og mengunarvarnir.

Svæðisbundin skilyrði varðandi notkun flygilda í afþreyingarskyni gilda á nokkrum svæðum; við Skaftafellsjökul, Jökulsárlón og Dettifoss. Á nokkrum stöðum er notkun flygilda óheimil; til að tryggja kyrrðarupplifun og/eða fuglavernd og á átta svæðum þarf að afla munnlegs leyfis landvarða fyrir notkun flygildis. Allar upplýsingar um notkun flygilda í afþreyingarskyni má finna hér.

Vakin er athygli á því að þessar breytingar eiga eingöngu við um notkun flygilda í afþreyingarskyni. Ef verkefni sem krefst notkunar flygildis er á einhvern hátt í atvinnuskyni (kvikmyndagerð, auglýsingagerð, rannsókn o.þ.h.) er sótt um viðeigandi leyfi í þjónustugátt Vatnajökulsþjóðgarðs.

Reglur um notkun flygilda (dróna) í afþreyingarskyni

Ítarlegar leiðbeiningar og upplýsingar má finna á vefsíðu þjóðgarðsins.