Hringur í Hólmatungum
Frá bílastæði er gengið niður í Hólmatungurnar þar til komið er að brú yfir lítinn læk. Þar er beygt í norður og gengið vestari leiðin í Hólmtungum meðfram Hólmá, lindá með ótal hólmum og hvannastóði við bakka, að Hólmárfossum. Á leiðinni til baka er austari leiðin gengin suður, meðfram Jökulsá og til baka á bílastæðið. Á þessum hring er hægt að bæta við viðkomu í Kötlum, sjá leið H2.
Tengdar gönguleiðir
Katlar
Katlar heita þröngur farvegur Jökulsár. Þar geysist áin fram í ógurlegum iðuköstum og eins nafnið gefur til kynna þá er eins sjóði á mörgum kötlum í einu, svo mikill er hamagangurinn. Andstæðan við tærar og hófsamar bergvatnslindirnar og gróna bakka þeirra getur vart verið meiri. Frá bílastæðinu er farið niður í Hólmatungur, yfir göngubrú og áleiðis að Jökulsá þar til beygt er til hægri við gatnamót niður að Kötlum. Sama leið er farin tilbaka.
Ásbyrgi - Dettifoss
Milli Ásbyrgis og Dettifoss liggur um 32 km gönguleið eftir Jökulsárgljúfrum. Fjölbreytileiki landslagsins er einstakur og andstæður í umhverfinu fanga augað við hvert fótspor: hrikaleg gljúfur, kyrrlátar tjarnir, tærar lindir, úfin jökulsá, gróskumikill skógur og grýttur melur.
Það þarf að ætla sér tvo daga í gönguna og þá er miðað við náttstað í Vesturdal. Einungis er leyft að tjalda á tjaldsvæði í Vesturdal og við Dettifoss.
Vesturdalur - Hólmatungur
Milli Vesturdals og Hólmatunga er gengið í nálægð Jökulsár á Fjöllum hvar víða blasa við jarðmyndanir tengdar eldgosum og hamfaraflóðum. Mörg örnefni á leiðinni bera merki um búsetu á svæðinu, sbr. Lambahellir, Kallbjarg og Myllulækur. Leiðin er um 8 km löng. Á leiðinni þarf að vaða eina á, Stallá. Stallá er lindá sem rennur út í Jökulsá. Hún er grunn og köld, en vaðið hressir aðeins þreytta fætur og gerir ferðina enn eftirminnilegri. Leiðin er annar leggur gönguleiðarinnar eftir endilögum Jökulsárgljúfrum, frá Ásbyrgi að Dettifossi, alls um 32 km.
Hólmatungur - Dettifoss
Leiðin er þriðji og síðasti leggur gönguleiðarinnar eftir endilögum Jökulsárgljúfrum, frá Ásbyrgi að Dettifossi, alls um 32 km.