
Rústir
Smáspölur er frá bílastæði við endann á Kreppuhrygg að norðurjaðri Lindahrauns. Þar austan við Lindaá eru í hraunbrúninni rústir útilegumannabæjar. Um tveggja kílómetra gönguleið er frá rústunum vestur með hraunjaðrinum, yfir melöldu og Lindakvísl að Lindakeili, sem er stakur strýtulaga móbergshóll rétt við akleiðina suðvestast á lindasvæðinu.