
Kreppuþröng
Frá Kverkfjallaslóð í Hvannalindum liggur afleggjari suðaustur á bílastæði við norðurendann á Kreppuhrygg. Stutt ganga er upp á hrygginn þaðan sem er frábært útsýni yfir Hvannalindir og suðaustur yfir Lindahraun til Kverkfjalla. Stutt er þaðan austur að Kreppuþröngum þar sem Kreppa byltist í örþröngri rás.