Beint í efni
E6

Sveinstindur - Skælingjar - Eldgjá

Gönguleiðin frá Sveinstindi, niður með Skaftá um Skælinga og Eldgjá hefur unnið sér sess sem ein af fegurstu gönguleiðum landsins. Leiðin er 30-40 km eftir því hvaða útgáfa er valin og tekur tvo til þrjá daga. Skálar eru við Sveinstind, í Stóragili á Skælingum og í Hólaskjóli. Hinir fyrrnefndu eru í umsjón Útivistar. Hólaskjól er í eigu Veiðifélags Skaftártungumanna en Icetreck sér um reksturinn. Panta þarf næturgistingu fyrirfram. Leiðin er stikuð að hluta.

Vegalengd
30-40 km
Áætlaður tími
2-3 dagleiðir
Erfiðleikastuðull
Krefjandi

Tengdar gönguleiðir

E4

Sveinstindur

2 km
2-3 klst
Krefjandi leið

Gönguleiðin upp á Sveinstind (1089 m) er um 2 km löng með um 400 metra hækkun.Uppgangan hefst við bílastæði sem er suðvestan við fjallsræturnar. Fegurri útsýnisfjöll eru vandfundin á Íslandi.

E5

Gengið kringum Sveinstind

11 km
4 klst
Krefjandi

Frá bílastæðinu við suðurenda Langasjávar er genginn vegslóði inn með Sveinstindi að norðan, meðfram Langasjó og síðan beygt til suðurs við enda Fagralóns. Fljótlega er komið að smalaslóða og hann genginn til baka og suður fyrir Sveinstind. Leiðin er óstikuð.

E1

Eldgjá - Ófærufoss

2,5 km
2,5 klst
Krefjandi leið

Frá bílastæðinu í Eldgjá er gengið eftir botni gjárinnar og að útsýnispalli við Ófærufoss. Á leiðinni gnæfabarmar gjárinnar yfir göngufólkinu, sem öðlast tilfinningu fyrir þeim hamförum sem þarna hafa átt sér stað. Hægt er að ganga aðra leiðina upp á eystri gjárbarminum, við það lengist leiðin örlítið og um 150 m hækkun bætist við en útsýnið er þess virði.

Kortabæklingur