Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Lónsöræfi

Upp frá Lóni, austan Vatnajökuls gengur fjallahringur, dalir og öræfi er nefnast Stafafellsfjöll, Lónsöræfi eru nýrra heiti á sama svæði og nær yfir svæðið sem liggur á milli Snæfells og Stafafellsfjalla. Svæðið er þekkt fyrir falleg og litrík fjöll ásamt fjölbreyttum gönguleiðum. Víða eru grónir balar og ekki ólíklegt að menn rekist á hreindýr á ferð sinni um öræfin. Stafafellslandið er stórkostlegt gönguland fyrir þá sem unna fögrum jarðmyndunum.

Aðstaða

Tjaldsvæði
Skáli
Salerni

Upplýsingar um skála og tjaldsvæði

Nokkrir fjallaskálar eru í friðlandinu í Lónsöræfum eða jaðri þess. Í Kollumúla er Múlaskáli í eigu Ferðafélags Austur-Skaftfellinga og eru þar vatnsklósett og sturta. Þar er einnig Múlakot, íverustaður landvarða Vatnajökulsþjóðgarðs en landvörður dvelur í Lónsöræfum yfir sumartímann og sinnir almennu viðhaldi og veitir upplýsingar til ferðafólks. Landvörðurinn er vanalega á svæðinu frá byrjun júlí fram í miðjan ágúst. Hliðstæð þjónusta er í Snæfellsskála og eru þar einnig landverðir yfir sumartímann. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur skálann Egilssel við Kollumúlavatn og annan við Geldingafell. Ferðafélag Djúpavogs rekur skála við Leirás.

Múlaskáli, rekinn af Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu

Egilssel, rekinn af Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs

Geldingafell, rekinn af Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs

Skáli við Leirás, rekinn af Ferðafélagi Djúpavogs

Snæfellsskáli, rekinn af Vatnajökulsþjóðgarði

Hagnýtar upplýsingar

Fræðsla