Heinabergsdalur (Vatnsdalur)
Í þessari leiðarlýsingu er miðað við að fara á hjóli inn Heinabergsdal. Frá bílastæði við Heinabergslón er hjólað í átt að Heinabergsdal. Fljótlega þarf að vaða/hjóla Dalá, sem kemur úr dalnum, en í þurrkatíð getur verið hægt að stikla hana. Leiðin fylgir vegslóða um 7,5 km frá bílastæðinu en eftir það taka kindagötur við. Þegar komið er í botn Heinabergsdals sést niður í Vatnsdal, fyrrum jökulstíflaðan dal sem oft var uppspretta flóða í Heinabergsvötnum á árum áður. Sömu leið er fylgt til baka.
Tengdar gönguleiðir
Heinabergsdalur (Vatnsdalur)
Frá bílastæði við Heinabergslón er gengið í átt að Heinabergsdal. Fljótlega þarf að vaða Dalá, sem kemur úr dalnum, en í þurrkatíð getur verið hægt að stikla hana. Leiðin fylgir vegslóða um 7,5 km frá bílastæðinu en eftir það taka kindagötur við. Þegar komið er í botn Heinabergsdals sést niður í Vatnsdal, fyrrum jökulstíflaðan dal sem oft var uppspretta flóða í Heinabergsvötnum á árum áður.