Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
L1

Hjallanes/Skálafellsjökull

Hringleið sem hefst við bæinn Skálafell og liggur að Skálafellsjökli.

Vegalengd
8 km
Áætlaður tími
3-4 klst.
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
140 m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Bílastæði við Skálafell

Gangan hefst á bæjarhlaðinu á Skálafelli, þar sem m.a. er gistihús og sauðfjárbúskapur. Ganga þarf um tvö hlið í byrjun, og mikilvægt er að gæta þess að loka þeim á eftir sér. Lambfé gæti verið innan girðingarinnar, sérstaklega snemmsumars og á haustin. Fljótlega eftir að farið er yfir læk sem yfirleitt er auðstiklaður, greinist leiðin. Fólki er frjálst að ganga hvora leið sem er, en hér göngum við réttsælis og förum því til vinstri.
Fljótlega þarf að fara upp nokkuð bratta og grýtta brekku, sem flestum þykir þægilegra að fara upp heldur en niður. Ekki löngu síðar er komið að Kistugili, en af brúnum þess er gott útsýni yfir Skálafell og svæðið þar í kring. Aftur er gengið upp nokkuð bratta brekku, en þegar fer að sjá í Skálafellsjökul auðveldast leiðin til muna. Gengið er um jökulnúnar klappir í átt að jöklinum og svo meðfram honum til norðausturs. Eftir það fylgir leiðin ánni Kolgrímu að mestu leyti, aftur heim að Skálafelli.
Í ljósi þess að í upphafi 20. aldar var nánast allt svæðið undir jökli, er sérstaklega hægt að mæla með þessari leið fyrir áhugafólk um jöklafræði. Fræðsluskiltum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á leiðinni.

Tengdar gönguleiðir

J1

Skálafell - Heinabergslón

7,5 km
3-4 klst.
Krefjandi

Ganga sem liggur frá bænum Skálafelli og að Heinabergslóni. Hægt er að hefja gönguna á öðrum hvorum staðnum.

Kortabæklingur