Dettifoss
Dettifoss er kraftmesti foss Evrópu. Ógnarkraftinn má finna með því að leggja lófa við klappir nálægt fossinum og finna hvernig bjargið titrar. Hægt og bítandi grefur hann sig í gegnum fossbrúnina og færir þannig sjálfan sig sífellt sunnar eða um hálfan meter á ári.
Frá bílastæðinu að útsýnisstað við Dettifoss er um 1 km ganga (aðra leið). Þaðan er hægt að ganga sömu leið tilbaka á bílastæðið.
Varúð: Úðinn frá fossinum fer yfir á vestubakka árinnar, yfir útsýnisstað og göngustíga. Það er því mjög mikil bleyta nálægt fossinum, stígar geta verið sleipir og vegfarendur beðnir um að fara varlega. Að vetrarlagi og í miklum frosthörkum geta myndast miklir svellbunkar nálægt fossinum og fólki ekki ráðlagt að fara alveg að gljúfurbrún.
Tengdar gönguleiðir
Dettifoss og Selfoss
Andstæður eru eitt aðaleinkenni landlagsins í Jökulsárgljúfrum. Á þessari gönguleið kemur þetta skýrt fram í kraftmesta fossi Evrópu, Dettifoss, andspænis fagurmótuðum og hógværum Selfossi. Gengið er að Dettfossi en í stað þess að fara sömu leið til baka eins og í leið D-1 er hér gengið í suður, meðfram árbakkanum, að Selfossi og síðan farin vestari leiðina tilbaka að bílastæðinu.
Hafragilsundirlendi
Í og við Hafragilsundirlendi eru erfiðustu en jafnframt stórkostlegustu gönguleiðir Jökulságljúfra og þar þarf að fara með gát. Gengið er um brattar skriður og einstigi sem hentar ekki lofthræddum. Óvíða kallast á meiri andstæður en á þessum stað, þar sem blátt bergvatn blandast gruggugu jökulfljótinu