Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
HV1

Rústir

Smáspölur er frá bílastæði við endann á Kreppuhrygg að norðurjaðri Lindahrauns. Þar austan við Lindaá eru í hraunbrúninni rústir útilegumannabæjar. Um tveggja kílómetra gönguleið er frá rústunum vestur með hraunjaðrinum, yfir melöldu og Lindakvísl að Lindakeili, sem er stakur strýtulaga móbergshóll rétt við akleiðina suðvestast á lindasvæðinu.

Vegalengd
1,5 km báðar leiðir
Áætlaður tími
1 klst.
Erfiðleikastig
Auðveld
Hækkun
15 m
Upphafsstaður
Bílastæði við rústir

Kortabæklingur