Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
S11

Snæfellshringurinn

Þetta er góð dagleið. Oftast er lagt upp frá Snæfellsskála og gengið um Þjófadali milli Þjófahnjúka og Snæfells. Úr Þjófadölum er gengið út með Snæfellshálsi, ofan við Þjófagilsá, að rústum Hálskofa. Síðan er gengið sem leið liggur neðst í hlíðum Snæfells út undir Hafursá. Ef stefnan er tekin á hringinn, þá er haldið upp með Hafursá stikaða leið um Vatnsfell og áfram inn með kollinum sem kallaður er Tíutíu (1010 m) í Snæfellsskála. Áhugavert: Útsýni, votlendi, gróður, dýralíf og þjóðsögur.

Vegalengd
28-30 km
Tímalengd
7-8 klst.
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
x m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Snæfellsskáli

Þaðan er gott útsýni yfir Eyjabakka. Úr Þjófadölum er gengið út með Snæfellshálsi,ofan við Þjófagilsá, að Hálskofa. Er gengið sem leið liggur neðst í hlíðum Snæfells út undir Hafursá. Þaðan er stutt niður að Eyjabakkavaði, þar sem margir enda gönguna (18-19km). Ef stefnan er tekin á hringinn, þá er haldið upp með Hafursá um Vatnsdal og áfram inn með kollinum sem kallaður er Tíutíu (1010m). Þaðan liggur leiðin samhliða veginum að Snæfellsskála.

Tengdar gönguleiðir

S1

Snæfell

6,2 km aðra leið
4-7 klst.
Krefjandi

Tilkomumikið útsýni af hæsta fjalli utan jökla (1833 m.y.s.). Gönguleiðin er krefjandi og er stikuð frá bílastæði rétt innan við Snæfellsskála allt þar til jöklinum er náð. Göngutími fer eftir aðstæðum en er á bilinu 4 til 7 klukkustundir. Víða á gönguleiðinni er undirlag laust í sér. Mikilvægt er að göngufólk sé búið hlýjum fötum enda oft kalt á toppnum. Æskilegt er að hafa með sér göngustafi og brodda og nauðsynlegt er að hafa staðsetningartæki meðferðis þar sem efsti hluti leiðarinnar getur verið hulinn þoku. Látið landverði í Snæfellsskála vita af ferðum ykkar.

S2

Snæfell - Þjófadalir

7 km aðra leið
4-5 klst.
Krefjandi

Lagt er upp frá Snæfellsskála eða ekið suður að Langahnjúk og gengið upp með Þjófadalsánni um Þjófadali milli Snæfells og Þjófahnjúka.

S6/S7

Gengið um Vatnsdal

5,2 km
5-6 klst.
Krefjandi

Frá bílastæði við Hölkná og yfir í eystra mynni dalsins eru 3,8 km, en 5,2 km alla leið. Hægt er að hefja gönguna beggja meing við Vatnsdal. Vinsamlegast fylgið stikaðri leiðinni, dýjamosinn er viðkvæmur.

S9

Snæfellsskáli - Laugarfell (um Þjófadali)

30 km
6-7 klst
Krefjandi

Gengið er suður frá Snæfellsskála um Þjófadali og hestagötum fylgt að Hálskofa. Þaðan er reiðleiðinni fylgt áfram um Snæfellsnes og Hafursárufs, yfir Hafursá og áfram norður á bóginn uns komið er að heitu lauginni og Laugarkofa, neðan Laugarfells. Þetta er góð dagleið með góðu útsýni á slóðum þjóðsagna.

S10

Snæfellsskáli - Laugarfell (um Vatnsdal)

20 km
6-7 klst.
Krefjandi

Gengið e rnorður frá Snæfellsskála stikaða leið samhliða veginum að Snæfellsskála út með hnjúknum Tíutíu (1010 m) að Hölkná og henni fylgt upp í gegnum Vatnsdal. Þaðan er gengið niður að Hafursárufs og yfir Hafursá og stikaðri leið fylgt að Laugarfellsskála og heitu lauginni. Þetta er góð dagleið.

Kortabæklingur