Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Atvinnustarfsemi

Margir einstakir og fjölsóttir áfangastaðir ferðamanna eru innan marka þjóðgarðsins. Við stjórnun þessara áfangastaða leggur Vatnajökulsþjóðgarður ríka áherslu á jákvæða þjónustuupplifun gesta og að sjálfbærni sé leiðarljós í samningum og samskiptum við öll þau fyrirtæki sem skipuleggja ferðir eða bjóða annars konar þjónustu á viðkomandi svæðum.

Í þágu þessa markmiðs gerir Vatnajökulsþjóðgarður samninga við fyrirtæki sem óska eftir að veita viðskiptavinum sínum þjónustu innan þjóðgarðsins, einkum á fjölsóttum áfangastöðum. Um er að ræða samninga um atvinnutengda starfsemi, sem gerðir eru á grundvelli atvinnustefnu þjóðgarðsins og 15. gr.a í lögum þjóðgarðsins.

Í samningum um atvinnutengda starfsemi koma fram skilyrði sem tryggja eigi sjálfbærni og náttúruvernd, samhliða gæðum í upplifun. Einnig er fjallað um öryggi gesta en samkvæmt lögum um Ferðamálastofu nr. 96/2018 ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir sínar ferðir. Sjá nánar á vefsíðu Ferðamálastofu.
Á áfangastöðum sem kalla á stýringu er alla jafna farin sú leið að auglýsa eftir umsóknum frá fyrirtækjum sem hafa hug á því að bjóða þar upp á þjónustu. Í þessum auglýsingum kemur fram hvort takmarkanir eru settar varðandi umfang eða fjölda rekstraraðila sem sinna sambærilegri starfsemi innan þjóðgarðsins eða einstakra svæða hans.

Atvinnustefna

Frá því þjóðgarðurinn var stofnaður, árið 2007, hefur þurft að bregðast við vaxandi fjölda erinda frá aðilum sem vilja stunda atvinnustarfsemi með aðstöðu eða aðbúnað innan þjóðgarðsins. Í því ljósi voru skilyrði um samninga um atvinnutengda starfsemi sett í lög þjóðgarðsins árið 2016 og atvinnustefna staðfest 2019.

Gildandi samningar um atvinnustarfsemi

Vatnajökulsþjóðgarður gerir samninga við fyrirtæki sem óska eftir að veita viðskiptavinum sínum þjónustu innan þjóðgarðsins, einkum á fjölsóttum áfangastöðum. Á síðunni má nálgast yfirlit yfir fyrirtæki með gildandi samninga, samningstíma og fleira.

Umsókn um atvinnutengda starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði

Atvinnutengd starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði er skilgreind í reglugerði nr .300/2020 sem þjónusta sem aðrir en þjóðgarðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Hefðbundin landnýting innan þjóðgarðs og starfsemi henni tengd telst ekki atvinnutengd starfsemi.

Fyrirspurnir um atvinnutengda starfsemi má senda á [email protected]