Heinaberg
Hringleið um Heinabergssvæðið. Hægt að virða fyrir sér Bólstaðafoss, Heinabergsjökul og stuðlabergsmyndanir við Heina.
Þetta er hringleið og því skiptir í raun ekki máli í hvora áttina er gengið. Þessi leiðsögn fylgir leiðinni réttsælis. Gengið er frá bílastæðinu við Heinabergslón í átt að Heinabergsdal. Þar er vegvísir sem vísar til austurs upp á Sátu, austur með brekkunum um Bólstaði að Bólstaðafossi. Á leiðinni er að finna margar forvitnilegar plöntutegundir. Hægt er að ganga alveg upp að Bólstaðafossi, en þá er farið út af merktri leið og er síðasti hlutinn í stuttri en frekar lausri skriðu.
Frá Bólstaðafossi er gengið til suðurs um Heina, en þar er að finna mikið af forvitnilegum stuðlabergsmyndunum. Þaðan er gengið um gamla farvegi Heinabergsvatna aftur að bílastæðinu.
Tengdar gönguleiðir
Heinar
Þetta er hringleið og því skiptir í raun ekki máli í hvora áttina er gengið. Þessi leiðsögn fylgir leiðinni réttsælis.
Heinabergsdalur (Vatnsdalur)
Frá bílastæði við Heinabergslón er gengið í átt að Heinabergsdal. Fljótlega þarf að vaða Dalá, sem kemur úr dalnum, en í þurrkatíð getur verið hægt að stikla hana. Leiðin fylgir vegslóða um 7,5 km frá bílastæðinu en eftir það taka kindagötur við. Þegar komið er í botn Heinabergsdals sést niður í Vatnsdal, fyrrum jökulstíflaðan dal sem oft var uppspretta flóða í Heinabergsvötnum á árum áður.
Heinabergslón - Fláajökull (Hólmsá)
Vegfarendur sem hyggjast fara þessa leið, ættu að hafa í huga að brú sem var yfir Hólmsá hrundi í miklum flóðum í september 2017. Ekki er mælt með því að vaða Hólmsá.