Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
Skaftafell, Gömlutún, börn

Gömlutún

Þegar tún og engi á láglendi urðu jökulám að bráð færðu ábúendur Skaftafellsbæinn og búskapinn upp í hlíðarnar. Í Gömlutúnum er gengið um gamlar tóftir sem minna okkur á liðna tíð. Þótt langt sé síðan Gömlutún voru slegin þá hefur skógurinn ekki enn lagt þau undir sig. Á upphafsárum þjóðgarðsins í Skaftafelli var unnið að stígagerð um brekkurnar ofan við tjaldsvæðið Til að komast að vinnusvæðinu með áhöld og efni var farið á ýtu frá brekkurótum upp Gömlutún og er nú hluti af þeim slóða göngugatan sem liggur um þau. 

Um Gömlutún liggur gestagata. Þar hafa verið sett upp fimm fræðsluskilti þar sem fjallað er um sögu svæðisins, búsetu og mannlíf í Öræfum og áhrif jökulvatna og eldgosa á búsetusögu Öræfa.

Tengdar gönguleiðir

S7

Gömlutún - Gestagata

1,6 km hringleið
0,5-1 klst
Auðveld

Um Gömlutún sem eru neðst í Skaftafellsheiði liggur gestagata. Þar hafa verið sett upp fimm fræðsluskilti þar sem fjallað er um sögu svæðisins, búsetu og mannlíf í Öræfum og áhrif jökulvatna og eldgosa á búsetusögu Öræfa.

S2

Svartifoss - Sjónarsker - Sel

5,8 km hringleið
2 klst
Auðveld

Svartifoss með sína formfögru stuðla er ein af náttúruperlum Skaftafells en leiðin gegnum skógarkjarrið býður ekki síður upp á einstaka upplifun á hvaða árstíma sem er. Á leiðinni má virða fyrir sér Hundafoss og Magnúsarfoss, frá Sjónarskeri er ústýni vítt til allra átta í góðu skyggni og gamli torfbærinn í Seli færir göngufólk til fyrri tíma búsetu í Skaftafelli.