Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
O2

Húsberg

Þessi ganga er hringleið um Húsberg, fremsta hluta Geitafellsbjarga.

Vegalengd
1,5 km
Áætlaður tími
1 klst.
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
x m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Bílastæði við Hoffellsjökul

Gengið er í norðaustur frá bílastæði framan við Hoffellsjökul, upp birki og lyngi vaxna brekku, yfir háls og niður hinum megin. Þar er beygt til hægri og hlíðinni fylgt þangað til komið er aftur á upphafsstað. Mjög gott útsýni er yfir fremsta hluta Hoffellsjökuls af hálsinum. Til austurs sjást líparítfjöll og berggangar. Húsberg og fremsti hluti Geitafellsbjarga er úr gabbrói, basísku bergi sem storknað hefur djúpt í jarðskorpunni. Þessi leið er kjörin fyrir unga göngugarpa.
Hluti leiðarinnar liggur um námu þar sem efni sem nú prýðir byggingu Seðlabanka Íslands, var tekið upp úr 1980.

Tengdar gönguleiðir

O3

Geitafellsbjörg

5,6 km
2-3 klst.
Krefjandi

Falleg hringleið um Geitafellsbjörg sem veitir gott útsýni yfir Hoffellsjökul og lónið fyrir framan hann.

O4

Geitafellstindur - O4

12 km
4-5 klst
Krefjandi

Þessi leið fylgir hringleiðinni um Geitafellsbjörg í byrjun, það er fyrst er gengið upp brekku frá bílastæði framan við Hoffellsjökul.

O5

Hoffell - Hoffellsjökull

7,5 km
2,5 klst.
Krefjandi

Þessi gönguleið hefst við gistiheimilið í Hoffelli og fylgir hlíðum Hoffellsfjalls inn að Hoffellsjökli. Engar merkingar eru á þessari leið.

Mynd: iStock (The World Traveller)

O6

Núpaleið

27,5 km
7-8 klst.
Erfið

Þessi leið liggur um Núpa og Hoffellsfjöll, inn af Hoffelli. Hún er mjög erfið og aðeins fyrir vant fjallafólk. Mjög lítið fjarskiptasamband er á svæðinu. Mælt er með því að skilja eftir ferðaáætlun á www.safetravel.is.

Mynd: iStock (Anze Furlan)

Kortabæklingur