Geitafellstindur - O4
Þessi leið fylgir hringleiðinni um Geitafellsbjörg í byrjun, það er fyrst er gengið upp brekku frá bílastæði framan við Hoffellsjökul.
Efst á þeim hálsi er beygt til vinstri inn á hringleið um Geitafellsbjörg. Í stað þess að beygja til hægri á vegslóðann til þess að fara til baka, er beygt til vinstri í átt að Efstafellsgili. Þegar komið er að gilinu, liggur leiðin meðfram því áfram upp, og er stikuð upp í u.þ.b. 500 m.y.s. Þaðan fylgir leiðin hrygg alla leið á Geitafellstind, ca. 1.016 m.y.s. Þrátt fyrir nafnið er Geitafellstindur ekki eiginlegur tindur, heldur mætti frekar kalla hann öxl út úr Grasgiljatindi. Af Geitafellstindi opnast gott útsýni austur í Hoffellsdal.
Tengdar gönguleiðir
Geitafellsbjörg
Falleg hringleið um Geitafellsbjörg sem veitir gott útsýni yfir Hoffellsjökul og lónið fyrir framan hann.
Núpaleið
Þessi leið liggur um Núpa og Hoffellsfjöll, inn af Hoffelli. Hún er mjög erfið og aðeins fyrir vant fjallafólk. Mjög lítið fjarskiptasamband er á svæðinu. Mælt er með því að skilja eftir ferðaáætlun á www.safetravel.is.
Mynd: iStock (Anze Furlan)