Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
O4

Geitafellstindur - O4

Þessi leið fylgir hringleiðinni um Geitafellsbjörg í byrjun, það er fyrst er gengið upp brekku frá bílastæði framan við Hoffellsjökul.

Vegalengd
12 km
Áætlaður tími
5-6 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
x m
Tegund
Fram og til baka
Upphaf gönguleiðar
Bílastæði við Hoffellslón

Efst á þeim hálsi er beygt til vinstri inn á hringleið um Geitafellsbjörg. Í stað þess að beygja til hægri á vegslóðann til þess að fara til baka, er beygt til vinstri í átt að Efstafellsgili. Þegar komið er að gilinu, liggur leiðin meðfram því áfram upp, og er stikuð upp í u.þ.b. 500 m.y.s. Þaðan fylgir leiðin hrygg alla leið á Geitafellstind, ca. 1.016 m.y.s. Þrátt fyrir nafnið er Geitafellstindur ekki eiginlegur tindur, heldur mætti frekar kalla hann öxl út úr Grasgiljatindi. Af Geitafellstindi opnast gott útsýni austur í Hoffellsdal.

Tengdar gönguleiðir

O2

Húsberg

1,5 km
1 klst.
Krefjandi

Þessi ganga er hringleið um Húsberg, fremsta hluta Geitafellsbjarga.

O3

Geitafellsbjörg

5,6 km
2-3 klst.
Krefjandi

Falleg hringleið um Geitafellsbjörg sem veitir gott útsýni yfir Hoffellsjökul og lónið fyrir framan hann.

O6

Núpaleið

27,5 km
7-8 klst.
Erfið

Þessi leið liggur um Núpa og Hoffellsfjöll, inn af Hoffelli. Hún er mjög erfið og aðeins fyrir vant fjallafólk. Mjög lítið fjarskiptasamband er á svæðinu. Mælt er með því að skilja eftir ferðaáætlun á www.safetravel.is.

Mynd: iStock (Anze Furlan)

Kortabæklingur