Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Fjallsárlón

Fjallsárlón er jökullón við Fjallsjökul staðsett á Breiðamerkursandi og er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Fjallsárlón er í um 90 kílómetra fjarlægð vestur af Höfn í Hornafirði og um 10 kílómetra vestur af Jökulsárlóni. Fjallsjökull er brött jökultunga sem kemur niður úr Vatnajökli og er lónið fyrir framan hann friðsæll staður sem er tilvalinn til að njóta náttúrufegurðar suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Við Fjallsárlón er rekin árstíðabundin ferðaþjónusta ásamt einkarekinni veitingasölu og salernum.

Fjallsárlón er aðgengilegt allt árið um kring en þjóðvegur 1 liggur um Breiðamerkursand og fram hjá afleggjaranum að Fjallsárlóni. Vegurinn frá þjóðvegi 1 að Fjallsárlóni er malbikaður og rúmlega 500 metra langur. Landverðir á Breiðamerkursandi sinna viðhaldi á göngustígum við Fjallsárlón.

Gönguleiðir

B4

Fjallsárlón

1,5 km
45 mín
Krefjandi

Þessi gönguleið liggur um Fjallsárlón þar sem hægt er að virða fyrir sér fallegt lónið og Fjallsjökul.

B3

Breiðármörk

15 km
4-5 klst.
Krefjandi

Þessi 15 km gönguleið liggur milli Fjallsárlóns og Jökulsárlóns.

Áfangastaðir