
Jökulsárlón
Gengið er frá aðalbílastæði í norður í átt að jöklinum og upp á jökulruðninginn sem er kallaður Helguhóll.
Af Helguhól er fallegt útsýni þar sem útsýni er yfir Jökulsárlón og Breiðamerkursand. Gengið er áfram í norður eftir afmarkaðri leið og niður af ruðningnum og niður í vík, sem í daglegu tali er kölluð Bátavík. Gengið er áfram í norður upp á næstu jökulöldu og er henni fylgt til enda. Af jökulöldunum er gott útsýni til Breiðamerkurjökuls. Í góðu skyggni má sjá Mávabyggðir og Esjufjöll gægjast upp úr jöklinum. Þegar komið er niður af seinni öldunni er gengið meðfram Jökulsárlóni til suðurs og til baka á aðalbílastæðið.
Tengdar gönguleiðir

Eystri-Fellsfjara
Falleg gönguleið sem liggur um Eystri-Fellsfjöru þar sem virða má fyrir sér ísjaka í svörtum sandi.
