Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
B1

Jökulsárlón

Gengið er frá aðalbílastæði í norður í átt að jöklinum og upp á jökulruðninginn sem er kallaður Helguhóll.

Vegalengd
1,2 km
Áætlaður tími
20 mín
Erfiðleikastig
Auðveld
Hækkun
20 m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Bílastæði við Jökulsárlón

Af Helguhól er fallegt útsýni þar sem útsýni er yfir Jökulsárlón og Breiðamerkursand. Gengið er áfram í norður eftir afmarkaðri leið og niður af ruðningnum og niður í vík, sem í daglegu tali er kölluð Bátavík. Gengið er áfram í norður upp á næstu jökulöldu og er henni fylgt til enda. Af jökulöldunum er gott útsýni til Breiðamerkurjökuls. Í góðu skyggni má sjá Mávabyggðir og Esjufjöll gægjast upp úr jöklinum. Þegar komið er niður af seinni öldunni er gengið meðfram Jökulsárlóni til suðurs og til baka á aðalbílastæðið.

Tengdar gönguleiðir

B2

Eystri-Fellsfjara

1 km
40 mín.
Auðveld

Falleg gönguleið sem liggur um Eystri-Fellsfjöru þar sem virða má fyrir sér ísjaka í svörtum sandi.

B3

Breiðármörk

15 km
4-5 klst.
Krefjandi

Þessi 15 km gönguleið liggur milli Fjallsárlóns og Jökulsárlóns.