
Eystri-Fellsfjara
Falleg gönguleið sem liggur um Eystri-Fellsfjöru þar sem virða má fyrir sér ísjaka í svörtum sandi.
Gengið er beint í suður frá bílastæði að ljósmyndasýningu, myndasýningin er með ljósmyndum eftir Ragnar Th. Sýningin sýnir myndir frá öllum þjóðgarðinum. Þaðan er gengið niður í fjöru, nær alltaf má finna í fjörunni brot úr ísjökum sem brotnað hafa út Breiðamerkurjökli, ferðast niður Jökulsárlón og endað í fjöruborðinu. Gengið er í vestur að Jökulsá og upp með ánni. Stígurinn liggur undir brúnna og upp að Jökulsárlóni. Leiðin meðfram ánni er kallaður fræðslustígur og eru fræðsluskilti á leiðinni sem ferðamenn geta lesið sig til um dýralíf og hopun Breiðamerkurjökuls.
Mynd: (journaway Rundreisen / Unsplash)
Tengdar gönguleiðir


Jökulsárlón
Gengið er frá aðalbílastæði í norður í átt að jöklinum og upp á jökulruðninginn sem er kallaður Helguhóll.