Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Hoffellsjökull

Hoffell er landnámsjörð innst í Nesjum í Hornafirði. Landslag umhverfis Hoffell er fjölbreytilegt og fagurt, skriðjöklar, fjallstindar, ár og aurar. Fundist hefur heitt vatn á Hoffelli og eru þar heitar laugar í náttúrulegu umhverfi.

Áningaborð
Bílastæði
Næturgisting óheimil

Hoffell er staðsett um 20 km frá Höfn í Hornafirði og er þar að finna margvíslegar gönguleiðir og fallega náttúruperlu við Hoffellsjökul. Af þjóðvegi 1 er 3 kílómetra langur malbikaður vegur sem liggur að gistiheimilinu í Hoffelli en þar er að finna litla fræðslusýningu um Hoffellsjökul og svæðið þar í kring. Til þess að aka að Hoffellsjökli þarf að aka um 4 kílómetra langan malarveg sem er oft á tíðum illfær, sérstaklega í leysingum en þá getur vegurinn horfið á einstaka stöðum. Mælst er til þess að ferðast á fjórhóladrifnu ökutæki að bílastæðinu við Hoffellsjökul. Þó er hægt að ganga frá gistiheimilinu að bílastæðinu hjá jöklinum.

Fræðsla

Gönguleiðir

O1

Hoffellsjökull (útsýnisstaður)

0,5 km
10 mín.
Krefjandi

Gengið er frá bílastæði framan við Hoffellsjökul, inn með Geitafellsbjörgum suðvestanverðum. Með því fæst ágætt útsýni yfir Hoffellsjökul og lónið fyrir framan jökulinn. Sama leið er gengin til baka.

O2

Húsberg

1,5 km
1 klst.
Krefjandi

Þessi ganga er hringleið um Húsberg, fremsta hluta Geitafellsbjarga.

O3

Geitafellsbjörg

5,6 km
2-3 klst.
Krefjandi

Falleg hringleið um Geitafellsbjörg sem veitir gott útsýni yfir Hoffellsjökul og lónið fyrir framan hann.

O4

Geitafellstindur - O4

12 km
4-5 klst
Krefjandi

Þessi leið fylgir hringleiðinni um Geitafellsbjörg í byrjun, það er fyrst er gengið upp brekku frá bílastæði framan við Hoffellsjökul.

O5

Hoffell - Hoffellsjökull

7,5 km
2,5 klst.
Krefjandi

Þessi gönguleið hefst við gistiheimilið í Hoffelli og fylgir hlíðum Hoffellsfjalls inn að Hoffellsjökli. Engar merkingar eru á þessari leið.

Mynd: iStock (The World Traveller)

O6

Núpaleið

27,5 km
7-8 klst.
Erfið

Þessi leið liggur um Núpa og Hoffellsfjöll, inn af Hoffelli. Hún er mjög erfið og aðeins fyrir vant fjallafólk. Mjög lítið fjarskiptasamband er á svæðinu. Mælt er með því að skilja eftir ferðaáætlun á www.safetravel.is.

Mynd: iStock (Anze Furlan)