Stefnumótun og þátttakaVatnajökulsþjóðgarður hefur sett fram ýmsar stefnur fyrir starfsemi sína og eru fleiri í vinnslu.Stefnur og áætlanirTillögur í vinnsluLög og reglugerðirStjórnunar- og verndaráætlunStjórnunar- og verndaráætlun er aðalstjórntæki þjóðgarðsins. Núgildandi útgáfa (3. útgáfa) áætlunarinnar tók gildi 5. júlí 2022.Stefna VatnajökulsþjóðgarðsStjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti árið 2021 fyrstu útgáfu á stefnu fyrir þjóðgarðinn og gildir hún til 2025.AtvinnustefnaFrá því þjóðgarðurinn var stofnaður, árið 2007, hefur þurft að bregðast við vaxandi fjölda erinda frá aðilum sem vilja stunda atvinnustarfsemi með aðstöðu eða aðbúnað innan þjóðgarðsins. Í því ljósi voru skilyrði um samninga um atvinnutengda starfsemi sett í lög þjóðgarðsins árið 2016 og atvinnustefna staðfest 2019.Fræðsluáætlun & fræðslustefnaMarkmið Vatnajökulsþjóðgarðs er að vernda einstaka náttúru og sögu þjóðgarðsins, stuðla að rannsóknum á svæðinu, fræða um það og ýta undir aukinn skilning almennings á gæðum og sérstöðu svæðisins. Umhverfis- og loftslagsstefnaVatnajökulsþjóðgarður er til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og leggur áherslu á að miðla fræðslu til almennings um loftslags- og umhverfismál. Vatnajökulsþjóðgarður hefur jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvörðunartöku sinni og þjónustuÞjónustustefnaVatnajökulsþjóðgarður hefur fjölbreytt þjónustuhlutverk og tekur öll þjónusta mið af vernd náttúrunnar og sjálfbærri nýtingu hennar. Rík áhersla er lögð á að þjónustan sé fagleg, traust og notendamiðuð. MannauðsstefnaKrafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.LaunastefnaHjá Vatnajökulsþjóðgarði eru starfsfólki greidd laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og stofnanasamninga. Það er sameiginleg ábyrgð allra stjórnenda hjá Vatnajökulsþjóðgarði að tryggja samræmi í launaákvörðunum og fylgja launastefnu.PersónuverndarstefnaVatnajökulsþjóðgarður leggur ríka áherslu á persónuvernd og sýnir fyllstu varúð við meðferð allra persónuupplýsinga.JafnréttisstefnaHjá Vatnajökulsþjóðgarði er jafnréttis gætt og hver starfsmaður er metinn og virtur að verðleikum.SkjalastefnaSkjalastefnu Vatnajökulsþjóðgarðs er ætlað að tryggja örugga meðferð og vörslu opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslu og varðveislu sögu Vatnajökulsþjóðgarðs að leiðarljósi.InnkaupastefnaInnkaupastefna þessi gildir fyrir öll innkaup hjá Vatnajökulsþjóðgarði vegna fjárfestinga eða kaupa á vörum, endursöluvörum og þjónustu innan þjóðgarðsins.SamgöngustefnaVatnajökulsþjóðgarður vill vera fyrirmynd stofnana, sýna gott fordæmi í samgöngumálum, stuðla að sjálfbærni og betri árangi í daglegum rekstri.Áætlun vegna skráningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO 2020-2025Vatnajökulsþjóðgarður var tilnefndur og er kominn á heimsminjaskrá á grunni 8. viðmiðs UNESCO sem krefst þess að viðkomandi staður sé einstakt dæmi um mikilvæg stig í þróun jarðarinnar.VafrakökustefnaÞessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur. Kökurnar má flokka í fernt; nauðsynlegar, frammistöðu- og virkniauðgandi, tölfræðilegar, markaðssetning.UpplýsingaöryggisstefnaVatnajökulsþjóðgarður leggur áherslu á að verja upplýsingar stofnunarinnar fyrir öllum ógnum, innri og ytri, af ásetningi, vegna óhappa eða af slysni.ÖryggisstefnaVatnajökulsþjóðgarður stefnir að því að vera framsýnn í öryggismálum starfsfólks, gesta og hagaðila þjóðgarðsins með því að þróa ferla og aðferðir sem miða að því að lágmarka hættur í umhverfi og undirbúa viðbrögð við almanna- og náttúruvá. Skaftafell - FramtíðarsýnFramtíðarsýn Skaftafells var verkefni sem unnið var á árunum 2020 til 2021 með það að markmiði að skýra framtíðarsýn fyrir Skaftafell sem lykilþjónustustað á suðursvæði þjóðgarðsins.